17.10.2016
Síðsumars og þá er Anna Kristín búin að gera reiðfær tvö
skemmtileg tryppi, ólík en mögnuð á sinn hátt. Rauða
hryssan er Lára IS2012265882 frá Fornhaga II. Stór og
mikil sleggja, askvaðandi tryppi og þarna búin að vera í mánuð
hjá Önnu og fór þangað svona tæplega bandvön. Frábært
tryppi og vel gert hjá Önnu Kristínu :) Svo er smá rúsína
í þessu...hann Kolbeinn IS2011165880 frá Fornhaga II.
Þessi svarti foli er mjög spennandi, hágengur og léttur í spori.
Alhliða hestur sem rúllar á gangi en brokkar mjög flott :)
Þetta er hátíðarútgáfan af Flóarafkvæmi...en hún er í svolítið
miklu uppáhaldi hér á bæ sú elska. Mjög flott tryppi og
vel tamin og eigendurnir í skýjunum með þetta allt saman.
18.09.2016


Haust og komið að lokum þjálfunar á þessari skemmtilegu hryssu.
IS2010265886 Júdit frá Fornhaga II, 6v. svört u. Þorra frá Þúfu
og Söndru. Mikið efni...á ennþá
nokkuð í land með að toppa sig. Hlaut í kynbótadómi 2015
fyrir sköpulag 7,87, fyrir hæfileika 8,30 og í aðaleinkunn 8,13.
Skemmtileg hryssa sem á svo mikið inni. Þarna er knapi
Bjarki Fannar Brynjuson.
03.09.2016


Framfaraleikarnir í Skriðu. Ævar, Bjarki og Arnar...allir
með silfur (ekki skeið í munni...heldur hangandi um hálsinn)..
Ævar á Sóma þeim mikla meistara...18v. gömlum. Bjarki á
Júdit 6v. og Arnar á Ísöld 7v. Þetta mót er alltaf
yndislegt...mannamót af betri sortinni.
01.07.2016


Þarna er nýfæddur IS2016165886 Pastor frá Fornhaga II.
Þessi fallegi hestur er undan Söndru og
Jarli frá Höskuldsstöðum, Stálasyni sem nú er kominn til
Þýskalands. Pastor er móálóttskjóttur...augnayndi eigenda
sinna og eina folaldið sem fæddist okkur sumarið 2016.

Jarl í ágúst 2015 á Hlíðarholtsvelli, Akureyri.
03.03.2015
Góðan daginn netverjar...við erum á lífi já mikið rétt.
Fréttir frá 2014
12.04.2014
Árið á heimasíðunni okkar byrjar frekar seint...en þá er líka
gott að byrja bara vel :o)

Hér má sjá Júdit frá Fornhaga II, hryssu
á fjórða vetri undan Þorra frá Þúfu og Söndru frá Hvassafelli.
Þessi hryssa er búin að vera í vetur í tamningu hjá Birni
Einarssyni í Neðri-Hrepp. Við vorum ósköp glöð með Júdit
og ekki síður tamninguna hjá Bjössa þegar við fórum og kíktum á
þau um helgina. Þessi flinka hryssa er með allan gang,
góðan vilja og flottan fótaburð. Svo er hún svört á lit.
Hvað er hægt að hugsa sér það betra? Júdit er elsta
afkvæmi Söndru sem er fætt hjá okkur en undan henni höfum við nú
fengið fjögur afkvæmi, allt hryssur og í sumar ætti að fæðast
hér afkvæmi Þrists frá Feti og Söndru.
Gleðilegt nýtt netár 2014!
Smellið hér til að skoða
fréttir 2013
Smellið hér til að skoða
fréttir 2012
Smellið hér til að skoða fréttir
2011
Smellið hér til að skoða fréttir
2010
Smellið hér til að skoða
fréttir 2009
Smellið hér til að skoða
fréttir 2006-2008
Smellið hér til að skoða eldri
fréttir frá 2006
|