Heim
Fréttir
Hross til sölu
Hrossin okkar
Fornhagi II
Sauđfjárrćkt
Hallveigarstađir
Myndir
Um okkur
Framfari

Ţessi síđa heitir í höfuđiđ á Hallveigu vinkonu minni og samstarfsfélaga. Viđ Hallveig erum vinir í "fjarbúđ" og hittumst alltof sjaldan, deilum sameiginlegum áhugamálum og eitt af ţeim er íslenska ullin (og kjötiđ sem hana nćrir).
Öll verkin á síđunni eru unnin af Önnu Guđrúnu, prjónakerlingu í Fornhaga II, nema ađ annađ sé tekiđ fram.


Stóll međ örmum og baki

Smíđađ: Sept 2012

Efni: Fura (umbúđartimbur) + bútur af lektu

Hönnuđur og smiđur:  Arnar bóndi

Smíđađur handa Ćvari Ottó eina kvöldstund án nokkurrar fyrirmyndar né pćlinga.  Frábćr stóll sem er mjög gott ađ sitja í og stöđugur.
  
Ţćfđir ullarvettlingar međ prikkuđu mynstri

Prjónađ:  Nóv. og des. 2011

Efni: Plötulopi, tvöfaldur

Uppskrift: Anna Guđrún
Prikkmynstur: Anna, Auđunn Orri og Ćvar Ottó

Jólagjafir til ćttingja um jól en ein 28 pör af slíkum vettlingum voru í jólapökkunum ţetta áriđ


Lopapeysa međ hnepptri klauf á ermum og á hálsmáli

Prjónađ:  mars - apríl 2011

Efni: Plötulopi, tvöfaldur

Uppskrift:  Ístex

Hluti af fermingargjöf fyrir Aron Ými sem fermdur var á pálmasunnudag (17.04.2011).  Skemmtilega öđruvísi peysa og pínu í víkingastíl.


Lopapeysur í sauđalitum

Prjónađ:  Nóv. og des. 2010

Efni: Plötulopi, tvöfaldur

Uppskriftir:  Ístex

Prjónađ á ţá brćđur Auđunn Orra og Ćvar Ottó í árslok 2010. Peysurnar eru báđar međ rennilás ađ framan og mynsturbekk líka ađ neđan. Ćvars peysa er svo međ flískraga saumuđum innan í hálsmáliđ.


Eplagrćnt sófaborđ

Uppgert: Apríl 2010

Efni: Gamalt viđarsófaborđ, sandpappír og tveir baukar föndurspreylakk (silkimatt, appelgreen).

Hugmynd: Anna Guđrún

Gamla sófaborđiđ okkar úr Rúmfatalagernum man orđiđ tímana tvenna.  Ţađ mun vera ca 10-12 ára gamalt og hefur veriđ í fjórum litum.  Nú síđast fćrt í ţennan eplagrćna lit međ spreyi sem fćst í Litalandi. Verđ á breytingunni var 2.200,- og tók 40 mín. ađ breyta borđinu úr fagurbláu í ţennan eplagrćna lit. Áferđin er silkimött, mjög fallegt og auđvelt ađ ţrífa.  Mćli međ ţessu :o)


Brosandi jólasveinabelgvettlingar - barna (3 ára)

Prjónađ: Des. 2009

Efni: Plötulopi, tvöfaldur

Uppskrift: Anna Guđrún

Mynstur: Anna Guđrún og Ćvar Ottó

Prjónađir sérstaklega fyrir Ćvar á ađventunni og hafa veriđ mikiđ notađir á stuttum tíma.  Ţađ er eitthvađ svo hlýtt og jólalegt viđ ţessa litlu jólasveina-vettlinga. Mynstur er saumađ í eftirá.


Brosandi fingravettlingar - barna (10 ára)

Prjónađ: Nóv. 2009

Efni: Plötulopi, ţrefaldur

Uppskrift:  Anna Guđrún

Mynstur:  Anna Guđrún og Auđunn Orri

Vettlingarnir eru prjónađir úr eintómum afgöngum og má sjá ađ t.d. náđist ekki ađ hafa báđa vísifingurna samlita :o)  Auđunn Orri, sem á vettlingana og lét prjóna ţá fyrir sig, saumađi sjálfur broskarlana á handarbökin. 


Hrútavettlingar.

Prjónađ: Des. 2009

Efni: Hespulopi

Uppskrift: Anna Guđrún

Mynstur: Anna Guđrún og Auđunn Orri

Svartir belgvettlingar međ ísaumuđu mynstri af hrútshaus.
 


Laufabrauđiđ hennar mömmu.
jól - 2009

Bökuđum í des. 100 stk. af laufabrauđskökum fyrir okkur fjögur.  Ţađ ţykir sumum mikiđ og líka óţarfa sérviska ađ kaupa ekki bara kökur og steikja. En viđ erum jú bćđi ćttuđ úr Svarfađardalnum og ömmur okkar beggja sjálfsagt lagt grunninn ađ ţessu handverki.  Uppskriftin er sem sagt frá mömmu, sem fékk hana hjá mömmu sinni o.s.frv.  Kökurnar eru frekar ţykkar miđađ viđ hvađ gengur og gerist og svo hitum viđ kúmeniđ međ mjólkinni og sigtum frá.  Ţađ er bara eitthvađ viđ ţetta laufabrauđ sem ekki fćst keypt fyrir nokkurt fé.  Ţađ er nú samt alltaf töluverđur léttir ţegar ţessu er lokiđ fyrir hver jól og enn meiri léttir ađ geta gćtt sér á afurđinni.  Kakan á myndinni var kaka númer eitthundrađ....og mynstriđ í anda ţreyttra bakara :o)  stutt og laggott.

Unniđ af: Önnu, Arnari, Auđuni og Ćvari


Litlir fingravettlingar - barna (3 ára)

Prjónađ: Nóv. 2009

Efni: Plötulopi, ţrefaldur

Uppskrift:  Anna Guđrún

Mynstur:  Anna Guđrún

Vettlingarnir eru prjónađir fyrir eigandann Ćvar Ottó, sem fannst ótrúlega ósanngjarnt ađ mamma hans skyldi prjóna fyrir alla ađra en hann.
Hneppt herralopapeysa međ köđlum og bekk.

Prjónađ:  Des. 2009

Efni: Hespulopi

Uppskrift: Lopi og Band

Mynstur:  Lopi og Band

Annađ:  Tölur úr járni, fást í Anney í Sunnuhlíđ, Akureyri.  Frávik frá uppskrift eru ţau ađ köđlum á ermum er sleppt.  Á peysunni er einn kađall á baki og tveir ađ framan, á sitthvorum bođungnum.  Fć vonandi myndir af eigandanum í henni síđar og set hér inn.  Peysan er dökkgrćn međ grćnu, gráu og svörtu mynstri.

Prjónađ fyrir Dönu Ýri, handa Robin

 
Herđaslá međ hrútamynstri.

Prjónađ:  2005

Efni: Plötulopi, tvöfaldur

Uppskrift: Anna Guđrún

Mynstur:  Anna Guđrún

Annađ:  Á neđri myndinni er handunnin járnnćla sem heldur slánni saman.  Hún er smíđuđ af Ingu Maríu, systur minni, sem hefur lagt stund á eldsmíđi og hannar og smíđar nytjahluti úr járni.

Prjónađ fyrir Ingu Maríu.

Fyrirsćta:  Dana Ýr (í júlí 2005, ţá tćplega 17 ára)


Hesthaus - útsagađur í límtré

Unniđ: 2001

Teiknađ af Önnu Guđrúnu
Sagađ út af Atla mági mínum
Bćsađ af Önnu Guđrúnu

Ţessi skemmtilegi hesthaus er sagađur út í hnausţykka límtrésplötu sem eitt sinn var skurđarbretti.  Ég teiknađi ţennan hesthaus upphaflega fyrir Atla mág minn, sem notađi módeliđ til ađ saga út klukkur.  Svo fann ég ţessa tréplötu hjá mér og Atli sagađi hana út fyrir mig.  Skemmtilegur kvistur í augastađ. Faxiđ er síđan bćsađ á hestinn.  Glćrlakkađ yfir og notast sem veggskraut.


Málverk - grár hestur

Málađ: 2001

Málari: Anna Guđrún

Pastellitir á striga og myndin er máluđ međ pottasvampi og fingrunum (engum pensli). Skemmtilega skrítin mynd sem mér ţykir afar vćnt um.  Hún var máluđ í ţeim einum tilgangi ađ nýta veggpláss sem engan tilgang annan hafđi.  Dökki ramminn er málađur á strigann og ţví er enginn annar rammi en blindramminn.


Málverk - mús, hani, hrútur

Málađ: 1998

Málari: Anna Guđrún

Vatnslitir á pappír - notađ salt til ađ framkalla kristallamyndun í bakgrunni. Dýrin máluđ međ Windsor vatnslitum og svćđiđ ţakiđ eins og um ţekjuliti sé ađ rćđa.  Unniđ međ mjög litlum pennsli og afar seinlegt en skemmtilegt.  Ţessar myndir eins og hestamyndin voru málađar til ađ nota veggpláss sem vantađi eitthvađ á.  Ţessar myndir ćttu ađ fá ţann sóma ađ verđa settar í sér ramma, hver fyrir sig.  Hef ţađ í huga í nćstu rammakaupum.


Skrínarkjóll

Prjónađ: 1998

Efni: Bómullarband

Uppskrift: Eitthvert ísl. prjónablađ

Ţennan skírnarkjól prjónađi ég ţegar ég gekk međ frumburđinn, Auđunn Orra. Kjóllinn er međ klauf í hálsmáli á baki og honum fylgir líka húfa (ekki á mynd). Kjóllinn er mjög síđur og ţungur enda ţykkur og mjög fallegur.  Hann er beinhvítur og allur prjónađur í perluprjóni auk mynsturs. 

Módel: Ćvar Ottó fćddur í mars 2006 á skírnardaginn, 20. apríl 2006.

Brćđurnir Auđunn Orri og Ćvar Ottó voru báđir skírđir í kjólnum.


   
Ótal margt fleira hefur nú veriđ framleitt bćđi prjón, málverk og annađ. Set inn myndir af einhverju af ţví međ tímanum. Flest prjónlesiđ hefur ţó veriđ gefiđ (peysur og slíkt) og ţví kannski bara orđiđ ađ minningu.
 
Hit Counter

 

Vefhönnun: Anna Guđrún Grétarsdóttir
Senda okkur póst

Hrossarćktarbúiđ Fornhagi II, 601 Akureyri, Ísland -  Tel. +354 4622101