Heim
Fréttir
Hross til sölu
Hrossin okkar
Fornhagi II
Sauðfjárrækt
Hallveigarstaðir
Myndir
Um okkur
Framfari

Við erum Sigfús Arnar Sigfússon, Anna Guðrún Grétarsdóttir, Auðunn Orri Arnarsson og Ævar Ottó Arnarsson.  Hin hefðbundna vísitölufjölskylda - tveir + tveir.


Þetta eru prinsarnir okkar, Auðunn Orri (1999) og Ævar Ottó (2006). 

Fjölskyldan okkar saman stendur af fjórum fjörkálfum.  Við erum sveitafólk fram í fingurgóma en þurftum (eins og margur annar) að dveljast á mölinni töluvert áður en okkur áskotnaðist jörðin Fornhagi II í Hörgárdal, og gátum farið að byggja okkur heimili og aðstöðu þar.

Sveitafræðin okkar eru því nokkuð gamaldags og erum við óðum að nútímavæðast hvað það varðar.  Við erum sem sagt hætt að ganga í skinnskóm og prjónabrókum úr handunninni ull og höfum tekið í okkar þjónustu gúmmískó, flísfatnað og gallabuxur.  Hver veit nema einn daginn fari þetta svo aftur til baka...þ.e. að við hættum að ganga í fötum sem eru unnin úr plastflöskum og förum aftur að sækja í ullarbrækur og gæruskinn.  Kemur í ljós...ef svo verður, skulum við taka myndir af okkur með "stafrænunútímamyndavélinni" okkar og setja á heimasíðuna í gegnum háhraðanettenginguna sem við höfum í sveitinni. 

Vefhönnun: Anna Guðrún Grétarsdóttir
Senda okkur póst

Hrossaræktarbúið Fornhagi II, 601 Akureyri, Ísland -  Tel. +354 4622101